epi

Við erum meðvituð um náttúruna með algerlega niðurbrjótanlegum og endurunnum vörum okkar

Umbúðir & ráðgjöf ehf. er innflytjandi á plastpokum og öðrum plastvörum. UBR er með umboð fyrir einn stærsta framleiðandann á PE filmum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Framleiðandi okkar hefur sent út þá tilkynningu að þeir hafa lokið við alla þá verkferla sem þarf til þess að geta boðið upp á vörur sem brotna algerlega niður í náttúrunni, eða svokallaða “Totally Degradable Products”.
Við hjá UBR erum vel meðvitaðir um kröfur neytenda á Íslandi og þeim kröfum sem uppi eru um þann rétt að lifa í öruggu umhverfi. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að við höfum kosið að vinna með þessum tiltekna framleiðanda, en þeir hafa leyfi til að framleiða og selja vörur sem flokkast sem niðurbrjótanlegar PE vörur eins og burðarpoka með TDPA eiginleikum (totally degardeable plastic additives). EPI er leiðandi framleiðandi af niðurbrjótanlegum aukaefnum í plastiðnaði (Oxo Degradable additives).
Í dag bjóðum við upp á algjörlega niðurbrjótanlegar og eiturefnafríar vörur.

100% niðurbrjótanlegu plastpokanir innihalda EPI TDPA (Totally Degradable Plastic Additives). Þetta eru sterkir pokar, hannaðir fyrst og fremst til þess að þola það að bera vörurnar alla leið heim og eru tilvaldir í margvíslega notkun í framhaldinu, eins og nota þá í ruslakörfuna eða aðra sambærilega notkun.
Þessa poka er jafnvel hægt að endurvinna fyrir upphaf niðurbrotstíma.

Fargað í landfyllingar en niðurbrotið byrjar strax og hann er í viðurvist súrefnis, hita eða vélrænnar streitu innan 12 til 24 mánaða.

Vinnsluferlið

TDPA® EPI (Algerlega Degradable Plast Aukefni) er íblandað í ​​framleiðsluferlinu sjálfu (Extrusion). Burðarpoki er þá framleiddur með sinn eigin niðurbrotstíma (12-36 mánuðir) og skilur eftir sig aðeins koltvísýring, vatn og lítið magn af steinefnaútfellingu sem er samhæft við jarðveg. Það er mjög mikilvægt að minna á að engin eiturefni verða eftir í jarðveginum.
Þegar TDPA vörur brotna niður í smærri agnir, þá brotna þær niður í náttúrulegar virkar öragnir. Þær þurfa ekki líffræðilega virkni, svo sem rotmassa til að hefja niðurbrot, en sé þeim fyrir komið við slíkar aðstæður verður niðurbrotið náttúrulegra.
TPDA er hvorki vatnsleysanlegt né eitrað, sem gerir efnið öruggut til förgunar á urðunarstöðum. Það mun hins vegar einnig brotna niður við önnur skilyrði eins og til að mynda við ljós og varma. TDPA poki er margnota og endurvinnanlegur undir sérhæfðu og stýrðu eftirliti.

Tíminn sem það tekur fyrir TDPA poka að brotna niður fer eftir magni aukaefna sem notuð eru í framleiðsluferlinu (Extrusion). Því getur kaupandin nánast ráðið niðurbrotstímanum (innan 12-36 mánaða ferilsins).
ljosnidurbrot

Burðarpoki fyrir og á meðan ljósniðurbrot á sér stað

Eiginleikar:
 • Sérsniðin niðurbrots aukaefni: hönnuð fyrir landfyllingar og aðra förgunarstaði.
 • Tilvalið fyrir einnota vörur eða vörur með takmarkaðan lífstíma.
 • Arðbærar og á samkeppnishæfu verði miðað við PE vörur.
 • Engar breytingar á stöðuleika, prenteiginleikum eða togstyrk.
 • Framleitt á núverandi tækjakosti.
 • Vörugæði og framleiðsluhraði óbreyttur.
 • EPI er samþykkt af International Scientific Advisory Board (ISAB) og OxoBiodegradable Plastics Institute (OPI).
 • Engar skaðlegar eituraukaverkanir eða aukaafurðir.
 • Niðurbrotsvara (niðurbrots endatími er í samræmi við ASTMD3826).
 • Niðurbrotsferli fer af stað í hita og / eða útfjólubláu ljósi (aukin með vélrænni streitu).
 • Endurvinnanlegt og margnota þar til valin niðurbortstími á sér stað, án skaða.
 • Líftíma vörunnar er stjórnað frá framleiðslu til notkunnar og að endingu förgunnar.
 • Brotnar sannarlega niður á urðunnarstöðum og tekur þar af leiðandi minna urðunnarpláss.
 • Dregur úr úrgangi og mun aðstoða við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
 • Varðveitir umhverfið fyrir komandi kynslóðir.
 • Okkur er annt um náttúruna … ubr.is

  Endilega leitið til okkar þegar og ef þú þarft að láta hanna fyrir þig plastpoka.

  Umbúðir & ráðgjöf ehf.
  Sími 423-7900