UMBÚÐIR & RÁÐGJÖF er sérhæft fyrirtæki sem býður alhliða umbúðaþjónustu þar sem gæði, þekking, þjónusta og afgreiðsluöryggi eru í fyrirrúmi.

“Markmið UBR er að veita viðskiptavinum sínum hámarks þjónustu og bestu fáanlegu ráðgjöf við val umbúða, hönnun og pökkunaraðferðir, til að styrkja sérstöðu vörunnar.”

UMBÚÐIR & RÁÐGJÖF var stofnað í byrjun árs 2001. Stefna UBR er að veita alhliða umbúðaþjónustu og bjóða eingöngu vörur frá þekktum og traustum birgjum.

Markmið UBR er að veita viðskiptavinum sínum hámarks þjónustu og bestu fáanlegu ráðgjöf við val umbúða, hönnun og pökkunaraðferðir, til að styrkja sérstöðu vörunnar.

Starfsemi UBR byggir á starfsfólki með áralanga reynslu og víðtæka þekkingu á umbúðum. Einnig tryggir víðtækt net birgja að umbeðin vara sé afgreidd á umsömdum tíma.

Íslensk matvælafyrirtæki, hafa í vaxandi mæli nýtt sér þekkingu UBR á þörfum þeirra til að mæta auknum kröfum markaðarins í síharðnandi samkepnisumhverfi.

Sala á umbúðum til erlendra fyrirtækja er einnig vaxandi hluti af starfseminni.